Skip to main content

Fjallkonan 2023: Karólína Andrésdóttir

21. júní 2023

Íbúar Fljótsdalshéraðs héldu þjóðhátíðardaginn hátíðlegan í einstakri veðurblíðu þetta árið en hitinn var í kringum 26 stig þegar mest var. Hátíðardagskrá dagsins fór fram í Tjarnargarðinum þar sem ungir sem aldnir skemmtu sér saman fram eftir degi. Einn af hápunktum dagskrárinnar var, venju samkvæmt, þegar fjallkonan steig á svið en mikil leynd hvílir jafnan yfir því hver bregður sér í það hlutverk hverju sinni. Í ár var það Karólína Andrésdóttir sem klæddist kyrtlinum græna og flutti ljóðið Íslandsljóð eftir Tómas Guðmundsson. 

Minjasafn Austurlands varðveitir kyrtilbúninginn sem fjallkonan á Fljótsdalshéraði klæðist á þjóðhátíðardaginn. Kyrtilinn gaf kvenfélagið Bláklukka Egilsstaðabæ árið 1997 í tilefni af 50 ára afmæli sveitarfélagsins. Búningurinn var sniðinn af Láru Elísdóttur klæðskera; Margrét Björgvinsdóttir saumaði hann og bróderaði mynstrið; Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir orkeraði blúndur í hálsmál og framan á ermar og Helga Þórarinsdóttir saumaði höfuðbúnaðinn.

26 konur hafa klæðst búningnum síðan hann var tekin í notkun árið 1997. Lista yfir þær má sjá hér en eitt nafn vantar enn á listann og þiggjum við með þökkum allar ábendingar og leiðréttingar. 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...