Skip to main content

Vel heppnuð fyrirlestrarröð

26. maí 2023

Fimmti fyrirlesturinn í fyrirlestrarröðinni Nýjustu fræði og vísindi fór fram í fundarsal Austurbrúar á Egilsstöðum í gær. Þar fjallaði Guðrún Óskarsdóttir, gróðurvistfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands um gróðurframvindu í lúpínubreiðum á Austurlandi. Fyrirlesturinn var vel sóttur og sköpuðust líflegar umræður í kjölfar hans.

Fyrirlesturinn var síðasti fyrirlesturinn í bili í fyrirlestrarröðinni Nýjustu fræði og vísindi en að henni stóðu Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Austurlandi, Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Minjasafn Austurlands, Gunnarsstofnun, Sögufélag Austurlands og Hallormsstaðaskóli. Markmið raðarinnar var að skapa vettvang fyrir fræðifólk til að miðla rannsóknum sínum og niðurstöðum til almennings á Austurlandi.

Efnistök voru fjölbreytt í vetur. Erla Hulda Halldórsdóttir, prófessor í sagnfræði fjallaði um bréfasafn Páls Pálssonar frá Hallfreðastöðum; Eyjólfur Eyjólfsson þjóðfræðingur fjallaði um baðstofuna og tónlistararfinn í nýju samhengi; Hrafnkatla Eiríksdóttir, sníkjudýra- og þjóðfræðingur fyrirlestur um óhefðbundnar sauðfjárlækningar fyrr og nú; Sigurður Högni Sigurðsson sagnfræðingur sagði frá ættar- og vináttutengslum í samfélagi austfirskra bænda á ofanverðri átjándu öld og síðast en ekki síst fjallaði Guðrún Óskarsdóttir um gróðurframvindu í lúpínubreiðum eins og áður sagði. 

Fyrirlestrarröðin hlaut styrk úr Safnasjóði og hægt er að nálgast upptökur af fyrirlestrunum á Youtube-síðu Skriðuklausturs

 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...