Skip to main content

Þorláksmessukvöld

Jólasýning safnsins árið 2023 var sýningin Þorláksmessukvöld. Sýningin var sett upp í Krubbunni, sýningarsými í aðalsýningarsal safnsins, en þar gátu gestir skyggnst inn í stofu á íslensku heimili á sjöunda áratungnum þar sem jólaundirbúningurinn er í hámarki. Þegar við lítum inn er húsbóndinn nýstiginn upp úr stólnum sínum, þar sem hann hafði setið og hlutað á jólakveðjurnar sem óma úr útvarpinu, og er farinn út að reita rjúpurnar. Húsmóðirin er í óðaönn að strauja jóladúkana, ryksugan er til þjónustu reiðubúin á gólfinu og við stofuborðið er verið að pakka inn síðustu jólagjöfunum. Jafnframt hefur einhvern verið að skreyta jólatréð og pússa spariskóna.