Skip to main content

Fjöldi nemenda sem fengu fræðslu frá Minjasafninu með mesta móti

30. desember 2023

Sjaldan hafa fleiri nemendur tekið þátt í safnfræðslu Minjasafns Austurlands en á árinu sem var að líða en um 800 nemendur nýttu fræðsluverkefni safnsins á árinu. Fjöldinn hefur aðeins þrisvar verið meiri á ársgrundvelli en það var á árunum 2009-2011.

Allir grunnskólar í Múlaþingi tóku þátt í einhverjum fræðsluverkefnum á vegum safnsins og Menntaskólinn á Egilsstöðum og leikskólarnir á Egilsstöðum og í Fellabæ voru einnig duglegir að nýta sér safnið og það sem þar er í boði.

Fræðsluverkefnin voru afar fjölbreytt og fóru ýmist fram á safninu eða í skólunum. Meðal verkefna voru fræðsla um þorrann og hefðir tengdar honum fyrir leikskólabörn, hreindýra-lásalausnir (Brakeout Edu), tóvinnusmiðjur, tálgunarsmiðjur, langspilssmiðjur, fræðsla um jólahefðir í gamla daga, fræðsla um Kjarval  og ýmislegt fleira. Safnið átti áfram í góðu samstarfi við leikskólann Tjarnarskóg en löng hefð er fyrir því að næst elsti árgangurinn þar komi í fjórar heimsóknir á safnið yfir árið. Þá átti safnið einnig í góðu samstarfi við Menntaskólann á Egilsstöðum en heimsókn á safnið er hluti af sögukennslu þar á bæ auk þess sem nemendur á starfsbraut og listnámsbraut heimsóttu safnið einnig. Þá tóku starfskonur safnsins á móti krökkum í sumarfrístund á Egilsstöðum og hóp krakka á útivistarnámskeiði hjá Ungmennafélaginu Þristi. Það er því óhætt að segja að flestir finni eitthvað við sitt hæfi innan veggja safnsins.

Undanfarin ár hefur verið unnið markvisst að því að byggja upp safnfræðslu Minjasafns Austurlands og hefur aðsókn að henni aukist jafn og þétt í gegnum árin. Safnfræðsla er stórt þáttur í starfsemi safnsins og mikilvæg tenging þess við samfélagið. Skólahópar greiða ekki fyrir aðgang að safninu og geta komið utan auglýsts opnunartíma. Við hvetjum áhugasama kennara og leiðbeinendur í frístundastarfi að kynna sér safnfræðslutilboð safnsins auk þess sem við erum mjög opin fyrir nýjum hugmyndum að fræðsluverkefnum eða heimsóknum. 

 

 

2023 Bras2
2023 Bras4
2023 Bras3
2023 Bras1
2023 Safnfraedsla 1
2023 Safnfraedsla 2
2023 Safnfraedsla 3
2023 Safnfraedsla 4
2023 Safnfraedsla 5

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...