Skip to main content

Opið Safnahús og afmælisfagnaður

17. apríl 2016

Söfnin þrjú í Safnahúsinu á Egilsstöðum opna dyr sínar á sumardaginn fyrsta og bjóða til afmælisfagnaðar frá klukkan 13:00-15:00.

Árið 2016 er mikið afmælisár í Safnahúsinu á Egilsstöðum. Á árinu eru 60 ár liðin frá stofnun Bókasafns Héraðsbúa, 40 ár frá stofnun Héraðsskjalasafns Austfirðinga og 20 ár frá því að fyrsti áfangi Safnahússins var formlega tekinn í notkun og söfnin þrjú, Bókasafnið, Héraðsskjalasafnið og Minjasafnið, fluttu undir eitt þak.


Í tilefni þessara tímamóta verður opið hús og afmælisfagnaður í Safnahúsinu á sumardaginn fyrsta (21. apríl) frá kl. 13:00-15:00. Þá gefst gestum og gangandi kostur á að kynna sér fjölbreytta starfsemi safnanna og skoða sýningar á öllum hæðum. Fyrrverandi og núverandi starfskonur safnanna flytja ávörp, stúlknakórinn Liljurnar syngur og boðið verður upp á léttar veitingar.

Facebook-síðu viðburðarins má finna hér

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...