Skólaheimsóknir

Stór liður í starfi Minjasafnsins er að taka á móti skólahópum á öllum skólastigum.

Óski kennarar eftir að koma með skólahópa á Minjasafnið geta þeir haft samband í síma 471-1412 eða á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir nánari upplýsingar.

Óski kennarar eftir því að nýta safnkost safnsins sjálfir í tengslum við kennslu eða útbúa verkefni sem tengjast sýningum og safngripum geta safnverðir aðstoðað og veitt upplýsingar um það sem leynist hér í sýningarsal og geymslum.

Við minnum einnig á að Minjasafnið býður upp á námsefni sem tengist sýningum og safnkosti safnsins. Nánari upplýsingar um það má finna hér