Eigendur og stjórn

Eigendur safnsins

Sveitarfélögin Múlaþing og Fljótsdalshreppur standa að byggðasamlagi um rekstur Minjasafns Austurlands. Starfsemi byggðasamlagsins fellur undir ákvæði VII. kafla sveitarstjórnarlaga nr 45/1998 og nánari ákvæði í stofnsamningi um starfsemi safnsins. Sveitarfélögin sem að safninu standa skipa 5 manna stjórn til fjögurra ára í senn, þar af eru fjórir fulltrúar frá Múlaþingi og einn fulltrúi frá Fjótsdalshreppi.

Stjórn safnsins

Í stjórn Minjasafns Austurlands sitja Björn Ingimarsson (formaður), Vilhjálmur Jónsson (ritari), Rannveig Þórhallsdóttir og Tinna Jóhanna Magnusson fyrir Múlaþing og Þórdís Sveinsdóttir fyrir Fljótsdalshrepp.
Varamenn eru Berglind Harpa Svavarsdóttir, Jónína Brynjólfsdóttir, Hulda Sigurdís Þráinsdóttir og Jóhann Hjalti Þorsteinsson fyrir Múlaþing og Gunnar Jónsson fyrir Fljótsdalshrepp. 

Opnunartímar
1. sept - 31.maí - Þriðjudaga - föstudaga:  11:00-16:00
1. júní - 31. ágúst - Alla daga: 10:00-18:00

Minjasafn Austurlands
Laufskógar 1 • 700 Egilsstaðir
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 471 1412 
Kt. 630181-0119

PES - vefum og hönnum