Skip to main content

Frauen, fishe, fjorde: Saga þýskra kvenna

31. ágúst 2019

Þýski rithöfundurinn, blaðamaðurinn og sagnakonan Anne Siegel heimsótti safnahúsið á dögunum og las upp úr bók sinni Frauen Fische Fjorde.

Í bókinni fjallar Anne um sögu þýskra kvenna sem komu hingað til lands á eftirstríðsárunum.

 

Þann 8. júní 1949 lagði strandferðaskipið Esja að höfn í Reykjavík Innanborðs voru 130 þýskar konur og 50 karlmenn sem komu hingað á vegum Búnaðarfélagsins til að starfa sem landbúnaðarverkamenn. Alls komu 314 þýskir verkamenn til landsins 1949 og var þetta stærsti hópur útlendinga sem komið hafði til Íslands fram að þeim tíma, fyrir utan hernámslið Breta og Bandaríkjamanna. Margir settust hér að fyrir fullt og allt og fyrir tíu árum voru afkomendur Þjóðverjanna taldir a.m.k. 2000 manns.

Í bókinni gerir Anne sögu þessara þýsku kvenna skil. Þetta er saga kvenna sem af ýmsum ástæðum yfirgáfu Þýskaland eftirstríðsáranna og fluttu til þessarar afskekktu eyju sem sumar hverjar vissu ekki einu sinni hvar var. Anne hitti bæði þýska landnema og afkomendur þeirra þegar hún vann að verkinu og segir sögu þessa fólks á einstaklega lifandi hátt.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Minjasafn Austurlands og Bókasafn Héraðsbúa stóðu saman að viðburðinum sem var vel sóttur.

20190831 Annesiegel 1
20190831 Annesiegel 2
20190831 Annesiegel 3
20190831 Annesiegel 4

Síðustu fréttir

"Röð og regla á söfnum"
29. apríl 2024
Þann 16. apríl síðastliðinn stóð NKF-IS, félag norrænna forvarða á Íslandi fyrir námskeiðinu Röð og regla á söfnum -  umhirða og eftirlit safnhúsa og sýningarhúsnæðis (housekeeping). Minjasafn...
Ársskýrsla 2023 komin út
26. mars 2024
Ársskýrsla Minjasafns Austurlands fyrir árið 2023 er nú aðgengileg hér á vefnum. Þar má lesa um fjölbreytta og blómlega starfsemi safnsins á árinu 2023.  Meðal efnis:  80 ár frá stofnun...
Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...