Skip to main content

Öskupokasmiðja á bolludag.

25. febrúar 2020

Það var heldur betur líflegt í anddyri Minjasafnsins á bolludaginn en árleg öskupokasmiðja Minjasafnsins og Bókasafns Héraðsbúa fór þá fram.

Öskupokasmiðjan var haldin í fyrsta skipti í hittifyrra og hefur gengið afar vel. Smiðjan var haldin í samstarfi við Soroptimistaklúbb Austurlands og sem fyrr var það Kristjana Björnsdóttir frá Borgarfirði eystra sem kenndi áhugasömum gestum réttu handbrögðin við að búa til öskupoka. Að þessu sinni gátu þeir sem sóttu smiðjuna annað hvort saumað öskupoka frá grunni eða eða valið sér tilbúna öskupoka og skreytt þá með t.d. perlum og útsaumi og leyft hugmyndafluginu að ráða ferðinni. Einnig var í boði að stinga málshætti, steinum eða jafnvel ösku ofan í pokana. 

Sá siður að hengja öskupoka á fólk á líklega rætur að rekja aftur í kaþólskan sið. Elsta heimild um orðið „öskupoki“ er úr orðabók Jóns Ólafssonar úr Grunnuvík, líklega frá miðbiki 18. aldar en þar segir:

„Öskupoki, stundum öskuposi: Lítill poki fylltur ösku, sem piltar eða stúlkur hengja, sér til gamans á klæði annarra eða koma öðrum til að bera óvart á einhvern hátt á öskudag, það er að segja miðvikudag í föstuinngang. Sama á við um burð á steinum eða steinvölum. Þessi venja er án efa leifar úr kaþólskum sið.“

Að hengja öskupoka á fólk á þessum degi er alíslenskur siður. Í gamla daga var til siðs að konur hengdu poka með ösku á karla en karlar hengdu poka með smásteinum á konurnar. Margir hafa haldið því fram að sá siður að hengja öskupoka á fólk á öskudaginn sé á undanhaldi, en hvað sem því líður þá skemmtu bæði ungir og aldnir sér konunglega og munu pokarnir vonandi vekja mikla lukku á öskudaginn sjálfan. 

Heimild: Vísindavefurinn

20200224 Oskup 1
20200224 Oskup 2
20200224 Oskup 3
20200224 Oskup 4
20200224 Oskup 5
20200224 Oskup 6

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...