Skip to main content

Safnahúsið roðagyllt

25. nóvember 2022

Annað árið í röð er Safnahúsið baðað roðagylltu ljósi í 16 daga í nóvember og desember. Gjörningurinn er í tilefni af 16 daga átaki Soroptimista gegn kynbundnu ofbeldi.

Átakið hófst 25. nóvember sem er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna um útrýmingu á ofbeldi gegn konum og lýkur þann 10. desember sem er mannréttindagurinn.Yfirskrift átaksins er "Orange the world" eða "Roðagyllum heiminn" Hér á landi er það Soropimistasamband Íslands sem hefur veg og vanda að átakinu. Þetta er í annað sinn sem Safnahúsið fær þann heiður að vera baðað roðagylltu ljósi en það var einnig gert í fyrra. 

 

 

Síðustu fréttir

Ársskýrsla 2023 komin út
26. mars 2024
Ársskýrsla Minjasafns Austurlands fyrir árið 2023 er nú aðgengileg hér á vefnum. Þar má lesa um fjölbreytta og blómlega starfsemi safnsins á árinu 2023.  Meðal efnis:  80 ár frá stofnun...
Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...