Skip to main content

Gestir frá Háskóla Íslands

24. mars 2023

Á dögunum litu góðir gestir við hér á Minjasafni Austurlands en þar var á ferð rektor Háskóla Íslands, starfsfólk rannsóknarsetra Háskólans og fleiri gestir tengdir skólanum. Tilefni heimsóknarinnar var ársfundur rannsóknarsetranna sem fram fór í Valaskjálf sama dag. Gestirnir fengu kynningu á starfsemi safnsins auk þess sem Unnur Birna Karlsdóttir, fyrrverandi safnstjóra safnsins og núverandi forstöðumanni rannsóknarseturs HÍ á Austurlandi, sagði frá tilurð og gerð sýningarinnar Hreindýrin á Austurlandi. Að því loknu skoðuðu gestirnir sýningar safnsins. 

Rannsóknarsetur Háskóla Íslands eru níu talsins og eru staðsett víðsvegar um landið. Markmið þeirra er að stuðla að rannsóknum og leiðbeiningu framhaldsnema víða um land og vera um leið vettvangur samstarfsverkefna háskólans við nærumhverfi og nærsamfélag setranna. Minjasafn Austurlands hefur í gegnum tíðina átt í góðu samstarfi við rannsóknarsetrið á Austurlandi um ýmis verkefni og afar ánægjulegt að fá tækifæri til að hitta annað starfsfólk setranna og kynna starfsemi safnsins fyrir þeim. 

Síðustu fréttir

Fjölbreyttar smiðjur í tengslum við BRAS
06. nóvember 2023
Eins og undanfarin ár tók Minjasafn Austurlands virkan þátt í BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi. Verkefni safnsins voru sérstaklega viðamikil í ár en grunnskólum í Múlaþingi var ...
Dagar myrkurs í Safnahúsinu
02. nóvember 2023
Í tilefni af byggðahátíðinni Dögum myrkus Dögum myrkus buðu söfnin í Safnahúsinu til fjölskyldusamveru þar sem afþreying sem tengist árstímanum, myrkrinu og hrekkavökunni voru í hávegum. Lesnar vor...
Lokað 24. október
23. október 2023
Minjasafn Austurlands verður lokað mánudaginn 24. október vegna kvennaverkfalls enda vinna aðeins konur á safninu.  Safniðverður opnað aftur á venjubundnum tíma á miðvikudaginn kl. ...