Skip to main content

Fjallkonan 2023: Karólína Andrésdóttir

21. júní 2023

Íbúar Fljótsdalshéraðs héldu þjóðhátíðardaginn hátíðlegan í einstakri veðurblíðu þetta árið en hitinn var í kringum 26 stig þegar mest var. Hátíðardagskrá dagsins fór fram í Tjarnargarðinum þar sem ungir sem aldnir skemmtu sér saman fram eftir degi. Einn af hápunktum dagskrárinnar var, venju samkvæmt, þegar fjallkonan steig á svið en mikil leynd hvílir jafnan yfir því hver bregður sér í það hlutverk hverju sinni. Í ár var það Karólína Andrésdóttir sem klæddist kyrtlinum græna og flutti ljóðið Íslandsljóð eftir Tómas Guðmundsson. 

Minjasafn Austurlands varðveitir kyrtilbúninginn sem fjallkonan á Fljótsdalshéraði klæðist á þjóðhátíðardaginn. Kyrtilinn gaf kvenfélagið Bláklukka Egilsstaðabæ árið 1997 í tilefni af 50 ára afmæli sveitarfélagsins. Búningurinn var sniðinn af Láru Elísdóttur klæðskera; Margrét Björgvinsdóttir saumaði hann og bróderaði mynstrið; Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir orkeraði blúndur í hálsmál og framan á ermar og Helga Þórarinsdóttir saumaði höfuðbúnaðinn.

26 konur hafa klæðst búningnum síðan hann var tekin í notkun árið 1997. Lista yfir þær má sjá hér en eitt nafn vantar enn á listann og þiggjum við með þökkum allar ábendingar og leiðréttingar. 

Síðustu fréttir

Ársskýrsla 2023 komin út
26. mars 2024
Ársskýrsla Minjasafns Austurlands fyrir árið 2023 er nú aðgengileg hér á vefnum. Þar má lesa um fjölbreytta og blómlega starfsemi safnsins á árinu 2023.  Meðal efnis:  80 ár frá stofnun...
Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...