Skip to main content

Vel heppnuð fyrirlestrarröð

26. maí 2023

Fimmti fyrirlesturinn í fyrirlestrarröðinni Nýjustu fræði og vísindi fór fram í fundarsal Austurbrúar á Egilsstöðum í gær. Þar fjallaði Guðrún Óskarsdóttir, gróðurvistfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands um gróðurframvindu í lúpínubreiðum á Austurlandi. Fyrirlesturinn var vel sóttur og sköpuðust líflegar umræður í kjölfar hans.

Fyrirlesturinn var síðasti fyrirlesturinn í bili í fyrirlestrarröðinni Nýjustu fræði og vísindi en að henni stóðu Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Austurlandi, Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Minjasafn Austurlands, Gunnarsstofnun, Sögufélag Austurlands og Hallormsstaðaskóli. Markmið raðarinnar var að skapa vettvang fyrir fræðifólk til að miðla rannsóknum sínum og niðurstöðum til almennings á Austurlandi.

Efnistök voru fjölbreytt í vetur. Erla Hulda Halldórsdóttir, prófessor í sagnfræði fjallaði um bréfasafn Páls Pálssonar frá Hallfreðastöðum; Eyjólfur Eyjólfsson þjóðfræðingur fjallaði um baðstofuna og tónlistararfinn í nýju samhengi; Hrafnkatla Eiríksdóttir, sníkjudýra- og þjóðfræðingur fyrirlestur um óhefðbundnar sauðfjárlækningar fyrr og nú; Sigurður Högni Sigurðsson sagnfræðingur sagði frá ættar- og vináttutengslum í samfélagi austfirskra bænda á ofanverðri átjándu öld og síðast en ekki síst fjallaði Guðrún Óskarsdóttir um gróðurframvindu í lúpínubreiðum eins og áður sagði. 

Fyrirlestrarröðin hlaut styrk úr Safnasjóði og hægt er að nálgast upptökur af fyrirlestrunum á Youtube-síðu Skriðuklausturs

 

Síðustu fréttir

Ársskýrsla 2023 komin út
26. mars 2024
Ársskýrsla Minjasafns Austurlands fyrir árið 2023 er nú aðgengileg hér á vefnum. Þar má lesa um fjölbreytta og blómlega starfsemi safnsins á árinu 2023.  Meðal efnis:  80 ár frá stofnun...
Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...