Skip to main content

Úthlutun úr Uppbyggingarsjóði

03. febrúar 2016

Í dag var úthlutað 55,5 milljónum úr Uppbyggingarsjóði Austurlands til 90 verkefna sem efla munu atvinnuþróun og menningu í fjórðungnum. Minjasafnið tengist tveimur verkefnum sem fengu úthlutað styrk úr sjóðnum. Annars vegar er þar um að ræða samstarfsverkefni Héraðsskjalasafns Austfirðinga, Minjasafnsins og Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs en þessar stofnanir hyggjast setja upp sýningu á verkum Jóns Stefánssonar frá Möðrudal. Hitt verkefnið snýst um að setja upp sýninguna Fest Tråden en hún verður afrakstur fyrirhugaðrar rannsóknar norsku listakonunnar Ingrid Larssen á útsaumi kvenna í Vesterålen í Noregi og á Austurlandi.

 

 

 

 

 

Síðustu fréttir

Öskupoka- og bolluvandasmiðja
12. febrúar 2024
Það var handagangur í öskjunni og líf í tuskunum í Safnahúsinu á dögunum þegar Minjasafnið, Bókasafn Héraðsbúa og Soroptimistaklúbbur Austurlands stóðu saman að öskupoka- og bolluvandasmiðju. Þar v...
Minjasafnið hlýtur styrki úr Safnasjóði.
26. janúar 2024
Á dögunum var úthlutað styrkjum úr aðalúthlutun Safnasjóðs við hátíðlega athöfn húsnæði Listasafns Íslands í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Minjasafn Austurland hlaut tveggja milljóna króna styrk í v...
Fjölbreytt afmælisár að baki.
10. janúar 2024
Nú þegar enn eitt árið hefur runnið sitt skeið er ekki úr vegi að staldra við og líta yfir farinn veg. Nýliðið ár var Minjasafni Austurlands gott, starfsemin var fjölbreytt og gestafjöldi með mesta...